„Hljóta að vera fagleg vinnubrögð“ að kanna Keflavík eins og Hvassahraun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 13:25 Oddný Harðardóttir leiðir þingmannahóp sem vill láta skoða að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu. Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu.
Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00
Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13