Þakkargjörðarmartröð fyrir Dallas og Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 07:43 Tony Romo meiddist, enn og aftur, í nótt. Vísir/Getty Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira
Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Enski boltinn Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sjá meira