Ráðuneytið vill frest til að svara fyrir andstöðu gegn kjarnorkuvopnabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 10:42 Fyrirspurn frá Steinunni Þóru liggur fyrir í þinginu um hvaða rök voru á bak við þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn kjarnorkuvopnabanni. Vísir/Heiða Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði