Svartur föstudagur aldrei eins stór hér á landi og í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 15:02 vísir/anton/stefán Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Svokallaður Black Friday, eða svartur föstudagur, hefur aldrei verið eins stór hér á landi og í ár, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir daginn kominn til að vera. „Þessi dagur hefur verið að þróast hér á landi undanfarin eitt til tvö ár en núna tekur þetta algjöran kipp. Fyrirtæki hér heima eru virkilega farin að nýta sér þetta í viðskiptalegum tilgangi,” segir Andrés. Um er að ræða stærsta verslunardag Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar. Óhætt er að segja að ákveðið neyslubrjálæði grípi landann á þessum degi þegar verslanir bjóða himinháan afslátt af nær öllum vörum. Andrési er ekki ljóst hvort boðið sé upp á sambærilegan afslátt hér á landi, en að nær ómögulegt sé að bera þessa tvo markaði saman. Erlendra áhrifa hefur gætt í auknum mæli hér á landi, og má þar til dæmis nefna valentínusardag. Andrés segir það ekkert nema jákvætt – fyrir bæði kaupmenn og neytendur. Nú verði farið í að skoða hvaða áhrif dagur sem þessi, svartur föstudagur, hefur á íslenska verslun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur kemur inn með svo afgerandi hætti, og þá verður ljóst hvaða áhrif hann mun hafa á verslun í desember. Við verðum með vikulegar athuganir á hvernig jólaverslun hefur gengið í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar, og þá munum við geta metið hvaða áhrif hann hefur,” segir hann. Fjölmargar verslanir hér á landi taka þátt í þessum degi, og hafa langar biðraðir myndast víða. Þó eru þær langt frá því að vera sambærilegar þeim biðröðum sem tíðkast í Bandaríkjunum, þar sem dæmi eru um að fólk komi sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun. Þá myndast jafnan mikill troðningur og myndbönd sína hvernig fólk svífst einskis, öskrar og ryðst áfram til að komast yfir vörurnar ódýru. Æsingurinn hefur oftar en ekki leitt til handtöku og jafnvel spítalavistar. Íslendingar virðast öllu rólegri fyrir deginum.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira