Einar um lyfjahneykslið: „Þetta er dapurt og sorglegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 10:30 Einar Vilhjálmsson er margverðlaunaður spjótkastari. vísir/gva „Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
„Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11