Verða einhver Balotelli-tilþrif hjá íslenska landsliðinu í Varsjá í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2015 14:00 Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira