Segir örla á reiði meðal háskólanema sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 12:29 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06