Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 14:00 "Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum,” segir Sigurður Sigurjónsson sem leikur Kjarval. Vísir/Anton Brink Þó síðustu stundir Jóhannesar Kjarval séu kjarninn í þessu leikriti þá er farið vítt og breitt um ævi hans í því og verkið er svo vel skrifað að það gengur fullkomlega upp,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari, sem er í hlutverki Kjarvals í útvarpsleikriti um líf listmálarans. Sigurður tekur fram að þó að hann leiki aðalmanninn séu fleiri í burðarrullum og herskari af úrvalsleikurum túlki samferðamenn hans. Kjarval bjó einn lengi, að sögn Sigurðar, síðustu árin á Hótel Borg og svo á spítala í talsverðan tíma áður en hann lést. „Hann var orðinn veikur undir lokin en við kynnumst honum áður, bæði úti í Danmörku og þegar hann er að mála hér heima. Það birtast ýmsar myndir af honum í þessu leikriti,“ segir Sigurður en hvernig finnst honum að leika þennan mikla listamann? „Mér finnst það alveg stórkostlegt. Þetta er engin eftirhermuleiklist og við túlkum hann á okkar hátt. Eins og margir vita var hann afskaplega litríkur persónuleiki og merkilegur maður. Ég náði ekki að sjá til hans í lifanda lífi en hef heyrt ógrynni af sögum af honum og grúskaði í heimildum um hann, meðal annars ævisögur og hlýddi á röddina hans í útvarpi. Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum og Kjarval var svo stór listamaður í öllum skilningi að leikritið er áhugavert á að hlýða.“Kjarval var ekki sammála kirkjubókunum Jóhannes Kjarval fæddist árið 1885 og lést árið 1972. Samkvæmt kirkjubókum var hann fæddur 15. október 1885, en taldi ávallt sjálfur að hann hefði fæðst í nóvember. Leikritið um síðustu daga hans er frumflutt núna til að minnast þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans, útsending á því hefst klukkan 13. á morgun, sunnudag. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þó síðustu stundir Jóhannesar Kjarval séu kjarninn í þessu leikriti þá er farið vítt og breitt um ævi hans í því og verkið er svo vel skrifað að það gengur fullkomlega upp,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari, sem er í hlutverki Kjarvals í útvarpsleikriti um líf listmálarans. Sigurður tekur fram að þó að hann leiki aðalmanninn séu fleiri í burðarrullum og herskari af úrvalsleikurum túlki samferðamenn hans. Kjarval bjó einn lengi, að sögn Sigurðar, síðustu árin á Hótel Borg og svo á spítala í talsverðan tíma áður en hann lést. „Hann var orðinn veikur undir lokin en við kynnumst honum áður, bæði úti í Danmörku og þegar hann er að mála hér heima. Það birtast ýmsar myndir af honum í þessu leikriti,“ segir Sigurður en hvernig finnst honum að leika þennan mikla listamann? „Mér finnst það alveg stórkostlegt. Þetta er engin eftirhermuleiklist og við túlkum hann á okkar hátt. Eins og margir vita var hann afskaplega litríkur persónuleiki og merkilegur maður. Ég náði ekki að sjá til hans í lifanda lífi en hef heyrt ógrynni af sögum af honum og grúskaði í heimildum um hann, meðal annars ævisögur og hlýddi á röddina hans í útvarpi. Það var spennandi og fræðandi glíma fyrir mig að kynnast honum og Kjarval var svo stór listamaður í öllum skilningi að leikritið er áhugavert á að hlýða.“Kjarval var ekki sammála kirkjubókunum Jóhannes Kjarval fæddist árið 1885 og lést árið 1972. Samkvæmt kirkjubókum var hann fæddur 15. október 1885, en taldi ávallt sjálfur að hann hefði fæðst í nóvember. Leikritið um síðustu daga hans er frumflutt núna til að minnast þess að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans, útsending á því hefst klukkan 13. á morgun, sunnudag.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“