Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Peyton Manning. Vísir/Getty Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum. NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Sjá meira
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum.
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Sjá meira