Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:15 Ummæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segist hafa verið rægður og úthrópaður fyrir hluti sem allir viti sem fylgist með stöðu mála í heiminum. Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París og sagðist hafa ferðast innan Schengen með hlaðna skammbyssu í handfarangri.Almælt tíðindiÍ stöðuuppfærslu sinni setur Snorri hryðjuverkin í París í samhengi við skort á landamæraeftirliti innan Evrópu, eftirgjöf í öryggismálum, niðurskurð til löggæslunnar, skertar forvirkar rannsóknarheimildir og almenna linkind og umburðarlyndi Evrópu gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða lýð- og frjálsræðis.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.Hann segist hafa verið kallaður fáviti og rasisti en staðreyndirnar liggi þó fyrir og fólk geti aflað sér allra upplýsinga á tveimur mínútum á internetinu. Hann hafi verið að ræða um þá hættu sem öfgamenn og öfgahópar hafi í för með sér alveg án tillits til trúarbragða. „Þetta hefur ekkert með nein trúmál að gera á einn eða neinn hátt,“ segir Snorri.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Hann segir lögreglumenn í Evrópu óttaslegna vegna þessarar þróunar en stórfelldur niðurskurður til löggæslu bæti ekki úr skák. Leiðtogar ESB hafi hist á einum sex neyðarfundum til að ræða vanda Schengen frá því í maí en það sé alkunna að ytri landamærin virki ekki. Þetta hafi alloft komið fram í fréttum og eigi ekki að koma neinum á óvart. „Ég hef verið kallaður illa upplýstur og illa gefinn og fleira í þeim dúr,“ segir hann. „Það er alveg ótrúlegt að maður geti ekki sagt hlutina eins og þeir eru án þess að þurfa að liggja undir óhróðri fólks sem slítur úr samhengi þá hluti sem ég er að tala um þarna. Þetta er kannski þannig að sannleikanum verður hver sárreiðastur.“Með hlaðna skammbyssu í flugiUmmæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli en meðal annars hafa menn bent á að þetta brjóti í bága við vopnalög. Snorri segist hinsvegar hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Viðbrögð flugfélagsins hafi hinsvegar ekki verið í samræmi við reglur. „En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að regluverkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00 Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segist hafa verið rægður og úthrópaður fyrir hluti sem allir viti sem fylgist með stöðu mála í heiminum. Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París og sagðist hafa ferðast innan Schengen með hlaðna skammbyssu í handfarangri.Almælt tíðindiÍ stöðuuppfærslu sinni setur Snorri hryðjuverkin í París í samhengi við skort á landamæraeftirliti innan Evrópu, eftirgjöf í öryggismálum, niðurskurð til löggæslunnar, skertar forvirkar rannsóknarheimildir og almenna linkind og umburðarlyndi Evrópu gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða lýð- og frjálsræðis.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.Hann segist hafa verið kallaður fáviti og rasisti en staðreyndirnar liggi þó fyrir og fólk geti aflað sér allra upplýsinga á tveimur mínútum á internetinu. Hann hafi verið að ræða um þá hættu sem öfgamenn og öfgahópar hafi í för með sér alveg án tillits til trúarbragða. „Þetta hefur ekkert með nein trúmál að gera á einn eða neinn hátt,“ segir Snorri.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Hann segir lögreglumenn í Evrópu óttaslegna vegna þessarar þróunar en stórfelldur niðurskurður til löggæslu bæti ekki úr skák. Leiðtogar ESB hafi hist á einum sex neyðarfundum til að ræða vanda Schengen frá því í maí en það sé alkunna að ytri landamærin virki ekki. Þetta hafi alloft komið fram í fréttum og eigi ekki að koma neinum á óvart. „Ég hef verið kallaður illa upplýstur og illa gefinn og fleira í þeim dúr,“ segir hann. „Það er alveg ótrúlegt að maður geti ekki sagt hlutina eins og þeir eru án þess að þurfa að liggja undir óhróðri fólks sem slítur úr samhengi þá hluti sem ég er að tala um þarna. Þetta er kannski þannig að sannleikanum verður hver sárreiðastur.“Með hlaðna skammbyssu í flugiUmmæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli en meðal annars hafa menn bent á að þetta brjóti í bága við vopnalög. Snorri segist hinsvegar hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Viðbrögð flugfélagsins hafi hinsvegar ekki verið í samræmi við reglur. „En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að regluverkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00 Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13
Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47