„Snýst um að leiðrétta gríðarlegt óréttlæti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 12:35 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/stefán Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fimmtán þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hafa óskað eftir því að rannsókn fari fram á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum og aðgerðum yfirvalda gegn samskiptum íslenskra stúlkna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið, meðal annars í tengslum við nýja heimildamynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Þingmennirnir leggja til að forsætisráðherra verði falið að setja vistheimilisnefnd erindisbréf þess efnis að nefndin kanni starfsemi vinnuhælisins á árunum 1942 til 1943. Þá vilja þeir að lögð verði áhersla á hvort mannréttindabrot hafi verið framin af hálfu íslenskra yfirvalda.Gríðarlegt óréttlæti „Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir voru allavega fjórtán stúlkur dæmdar í einhvers konar nauðungavist vegna samskipta við hermenn. Þetta snýst fyrst og fremst um það að leiðrétta það sem ég held að allir flutningsmenn séu sammála um að sé gríðarlegt óréttlæti og opna upp einhverja áratugagamla skömm sem þessar konur fá sannarlega að upplifa á sínum tíma og jafnvel enn þá," segir Heiða Kristín Helgadóttir þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður þingsláyktunartillögunnar. Hún segir að enn eimi af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og jafnvel sætti frelsisviptingu í kjölfarið. Sumar þeirra séu enn á lífi og mikilvægt sé að þeim verði opinber afsökunarbeiðni.Skipulegustu persónunjósnir Íslandssögunnar „Í sjálfu sér var aldrei hægt að laga neitt svona sem gerðist fyrir mörgum áratugum síðan og það verður aldrei hægt að bæta upp fyrir það eða gefa þessum konum til baka þá sjálfsvirðingu sem þær eiga skilið eins og allir. En það er allavega eitthvað í því ferli að viðurkenna að það hafi verið brotið á manni, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þá sem verða fyrir því áfalli að vera brotnir með þessum hætti, sérstaklega svona skipulögðum hætti. Fræðimenn hafa orðað þetta sem svo að þetta hafi verið skipulegustu persónunjósnir sem framkvæmdar hafa verið hér." Þá sé mikilvægt að draga lærdóm af málinu. „Ég man alveg eftir þessari umræðu enn þá þegar ég var sjálf að læra í skóla þá var þetta bara orð sem manni var kennt sem einhvers konar hluta af sögunni; ástandsstúlkur og kanamellur. Eins og það væri bara allt í lagi," segir Heiða Kristín og bætir við að þetta sé henni hjartans mál. „Hver getur ekki orðið ástfanginn af einhverjum sem er ekki pólitískt rétt að maður sé ástfanginn af. Hjartað vill bara það sem hjartað vill."Þingsályktunartillöguna má lesa í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja rannsaka hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot á tímum hernámsins. 3. nóvember 2015 23:34