Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 18:30 Benzema stillir sér upp fyrir ljósmyndar á æfingu með þeim Marco Kovacic, Luka Modric og Raphael Varane. Vísir/Getty Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira