Sveitarfélögin eiga nær allt eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2015 10:00 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fær sér vöfflu við undirritun samninga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissaksóknara í byrjun sumars. Ekki er ljóst hvenær slá má í vöfflur vegna samninga við sveitarfélög landsins. vísir/vilhelm Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira