Norræn yfirlýsing á loftslagsráðstefnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, fara bæði á loftslagsráðstefnu Sameinu þjóðanna. vísir/vilhelm Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Sex borgarfulltrúar í Reykjavík sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Sömuleiðis munu fulltrúar umhverfisnefndar Alþingis fara utan auk embættismanna á þessu sviði. Á ráðstefnunni má búast við að borgarstjórar norræna höfuðborga leggi fram sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. Um það var fjallað á fundi fulltrúa höfuðborga landanna í Reykjavík í júní og er reiknað með að frá þessu verði gengið í Danmörku í næstu viku. „Vonast ég til þess að borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna skrifi undir yfirlýsingu um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda umfram það sem ríkisstjórnir landanna hafa skuldbundið sig til,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í pistli í gær. „Á þessari loftslagsráðstefnu koma saman fjörutíu þúsund manns frá öllum heiminum til þess að reyna að samræma vinnubrögð og viðbrögð við stærsta viðfangsefni samtímans; að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum,“ segir Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, sem verður meðal ráðstefnugesta. „Borgir gegna lykilhlutverki í að draga úr mengun og í losun gróðurhúsaloftegunda. Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull plön í þessum efnum og önnur sveitarfélög hafa það líka,“ segir Sóley. Aðspurð hvort nauðsynlegt sé að senda sex borgarfulltrúa úr Reykjavík á ráðstefnuna í París bendir hún á að um sé að ræða mjög stóran vettvang fyrir sveitarstjórnir. „Borgir hafa verið að pressa mjög á sínar ríkisstjórnir um að taka þarna afdrifaríkar ákvarðanir og metnaðarfullar í þágu okkar allra og okkur finnst mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir með þessum hætti,“ segir Sóley. Kjörnir fulltrúar sem fara á ráðstefnuna auk Sóleyjar og Dags eru aðrir oddvitar framboða í borgarstjórn; Halldór Halldórsson, S. Björn Blöndal, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Halldór Auðar Svansson.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira