Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. vísir/anton Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. „Við áttum von á aðeins betri svörum við því sem við lögðum fram í gær [sunnudag] en þeim sem við fengum í dag [mánudag]. Það olli okkur hugarangri og við erum að reyna að leysa úr þessu,“ segir Árni um kjaraviðræður SFR, SLFÍ og Landssambands lögreglumanna við ríkið. Alvarleg staða myndaðist vegna verkfalla á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í gær þar sem erfiðlega gekk að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Stöðvar tvö að ástandið væri grafalvarlegt. Vísir greindi í gær frá verkfallsbrotum kennara við Háskóla Íslands sem og verkfallsbrotum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, greindi frá því að kennarar við Háskólann hefðu fært kennslu í opnar stofur en flestar stofur voru læstar í gær vegna verkfalls SFR og verða það enn í dag. „Við lítum á þetta sem verkfallsbrot og það hefur ekki verið leyst úr því enn, allavega ekki í FB. Verkfallsverðir fara aftur á staðinn á morgun,“ segir Árni. „Við höfum reynt að höfða til kennara, sem hafa verið að teygja sig lengra en okkur finnst ásættanlegt, um að sýna okkur þá virðingu að gerast ekki brotleg. Minnug þess að við höfum staðið með kennurum þegar þeir hafa verið í verkfalli.“ Árni segir þær hækkanir sem félagsmenn fari fram á byggjast á þeim hækkunum sem aðrir hafa fengið. „Við sættum okkur ekki við annað og minna en aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa verið að rétta sinn hlut.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00