„Löggan bissí við að kanna kannabis í pissi“ Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 13:34 Guðmundur Steingrímsson segir þá refsistefnu sem fylgt er í fíknefnamálum gera illt verra og eyðileggja líf fjölda fólks. Ólöf Nordal innanríkisráðherra þarf að taka afstöðu til málsins fyrr en seinna. vísir/getty Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið afgerandi afstöðu með lögleiðingu kannabisefna. Hann spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra út í lögleiðingu fíknefna á alþingi nú í morgun. „Hún sagðist ekki geta svarað fyrir svo stór mál á fimmtudegi,“ segir Guðmundur spurður hvernig honum hafi hugnast svör ráðherra. Guðmundur telur hins vegar fulla ástæðu til að ræða þetta mál af fullri alvöru. Þá með það fyrir augum að lögleiða kannabis og afglæpavæða þetta fíkniefnabauk, vera ekki að fylla fangelsin af fíklum.Fáránlegt að fylla fangelsin af fíklum„Athyglisvert er hvernig umræðan hefur þróast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar er almennt talið að þessar hefðbundnu aðferðir við að glíma við afleiðingar fíkninefna, þá með refsingum og í gegnum dómsstóla, eru ekki að skila árangri. Og margar vísbendingar eru um að þessi stefna sé að gera illt verra. Í raun eyðileggja líf fólks í mörgum tilvikum.“ Guðmundur bendir jafnframt á að í Portúgal hafi verið stigin markviss skref í átt frá þessari stefnu, þar hafi kannabis verið lögleitt og fíkniefnin afglæpavædd. Og samkvæmt tölum sem Guðmundur hefur séð þýðir það að dauðsföllum vegna fíkniefna fækkað um helming. „Og í fylkjum í Bandaríkjunum, sem hafa verið að lögleiða kannabis undanfarið, hafa menn áttað sig á því að það er fáránlegt að fylla fangelsin af fólki sem er að neyta þessara efna. Miklu frekar eigi að glíma við ofneyslu sem heilbrigðisvandamál og með meðferðarúrræðum. Það held ég að við eigum að gera líka hér.“Feimnismál meðal stjórnmálamannaEn, nú hefur þetta löngum þótt viðkvæmt mál og stjórnmálamenn virðast ekki hafa séð sér hag í því að lýsa yfir annarri skoðun en þeirra að vera á móti fíkniefnum.Verður þú var við breytt viðhorf inni á þingi í þessum málaflokki? „Jájá. En, á móti kemur að það er rétt; margir eru feimnir við að tala um þetta. En mér finnst það mjög nauðsynlegt að ræða hið fyrsta, hvernig við ætlum að glíma við þetta. Sú stefna sem við mörkum í því getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks. Og þegar svona sterkar vísbendingar eru um að þessi refsiglaða stefna sé ekki að virka og geri illt verra, þá verðum við að leggja við hlustir. Það verður ekki farið í það á morgun að lögleiða kannabis, ég átta mig á því, en það þarf að ræða þetta og brjóta ísinn. Markmiðið er að sem flestir lifi heilsusamlega og það er heilbrigðismál í mínum huga. Við glímum ekki við það með því að setja fólk í fangelsi, með sektum, refsingu og útskúfun. Það held ég bara alls ekki. Þá hreyfði við manni að maður eins og Justin Trudeau vinnur stórsigur í Kanada meðal annars með það á vörum að kannabis verði lögleitt. Fleiri og fleiri farnir að sjá að það er fáránlegt að löggan sé bissí við að kanna kannabiss í pissi,“ segir Guðmundur Steingrímsson.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira