Bjarni skoðar að gefa landsmönnum hlut til að tryggja sátt um eignarhald bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 13:37 „Það þarf enginn að flýta sér neitt,“ segir fjármála- og efnahagsráðherra. Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“ Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Formaður sjálfstæðisflokksins segist vilja tryggja sátt í þjóðfélaginu um breytt eignarhald á bönkunum þegar ríkið láti af sínum eignarhlut. Hluti af bönkunum sem í raun sé þegar í eigu almennings verði færður honum í formi hlutafjár. Hins vegar verði farið varlega í sakirnar í ljósi reynslunnar. Í setningarræðu sinni á landsfundi sjálfstæðisflokksins á föstudag varpaði Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármálaráðherra fram þeirri hugmynd að um 5 prósenta hlutur ríkisins í bönkunum yrði einfaldlega færður þjóðinni í formi hlutabréfa. Það myndi þýða að hver og einn Íslendingur gæti eignast hlutabréf í bönkunum upp á um 90 þúsund krónur.Vill dreift eignarhald „Það sem ég er að stefn að er að tryggja góða sátt um breytt eignarhald þegar ríkið lætur af sínum eignarhlut og eins líka að tryggja dreifða eignaraðild að bönkunum og undirbúa þá vel fyrir skráningu,“ segir hann. „Það gæti komið vel til greina að taka tiltekin hlut ríkisins – sem er í raun og veru hvort eð er í eigu landsmanna með því að ríkið sé skráð fyrir honum – og afhenda hann heimilunum, segjum 5 prósent í banka. Þar með ertu kominn með dreift eignarhald og þar með alla sem þátttakendur í skráningunni.“ Þar með sé einnig kominn grunnur að því að draga úr beinni eignaraðild ríkisins að bönkunum. Þetta komi vel til greina til að tryggja sátt um dreift eignarhald á bönkunum. „Þetta er almenn hugmynd. Ég tel að hún gæti komið til greina í einum banka, eða jafnvel fleirum. Það þarf að vinna með þessa hugmynd og það þarf að skoða líka hvenær gott sé að skrá banka yfir höfuð. Þetta tengist því að bankinn verði skráður,“ segir Bjarni. „Ég hef líka nefnt það að það gæti þurft að setja takmarkanir á framsalsheimildir vegna þessara hluta. Það þurfum við að meta miðað við eftirspurnina í hagkerfinu á þeim tíma.“Flýta sér hægt Fyrri einkavæðing bankanna hefur verið mjög gagnrýnd og margir telja hana hafa misheppnast algerlega, ekki hvað síst í ljósi þess sem síðar gerðist með hruni þeirra í október árið 2008. „Það þarf enginn að flýta sér neitt, einmitt vegna þess að margir eru tortryggnir og velta því fyrir sér hvort það sé einhver hætta á að mistök verði gerð. Þá er um að gera að opna umræðuna og fá fram öll þessi sjónarmið,“ segir hann. „Við ætlum að tryggja gegnsæi, við ætlum að tryggja það að farið verði fram af varkárni og við ætlum að flýta okkur hægt í þessum efnum.“ „Síðan eru hlutir nú þegar svona á hreyfingu sem er enn óvíst með. Til dæmis hvernig þetta fer með framtíðareignarhald á Íslandsbanka. Það er ekkert orðið skýrt í þeim efnum,“ sagði hann og bætti við að það eina sem liggi fyrir sé að bankasýslan sé að undirbúa hlut á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.Þannig að fólk getur andað rólega? „Já það er ekkert að fara að gerast á morgun.“
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira