Kennarar í HÍ sekir um verkfallsbrot: „Gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 17:10 Verkfallsverðir í Háskóla Íslands í seinustu viku. vísir/pjetur Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32
Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56