Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2015 09:00 „Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
„Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29
Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43