Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 15:03 Lars og Heimir þakka áhorfendum á Laugardalsvelli fyrir stuðninginn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM. vísir/vilhelm Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. Drátturinn fer fram í París 12. desember næstkomandi en leikið verður í sex fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Með góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM sem framundan eru, gegn Lettlandi og Tyrklandi, og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum gæti Ísland komist upp í 3. styrkleikaflokk.Sjá einnig: Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þegar landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettlandi og Tyrklandi var tilkynntur, að liðið hefði mikla hvatningu til að vinna leikina tvo, þrátt fyrir að EM-sætið sé þegar tryggt. „Fyrsta markmiðið er það sama og alltaf, að vinna leikina, og svo er það mikilvægt fyrir okkur að vinna leikina til að reyna að komast upp um styrkleikaflokk. Við erum í erfiðri stöðu en þetta ræðst á okkar úrslitum og hvaða lið komast á EM,“ sagði Lars. Fyrri leikurinn í þessum landsleikjatvíhöfða er gegn Lettlandi á Laugardalsvelli 10. október. Þremur dögum síðar leikur Ísland lokaleik sinn í riðlinum gegn Tyrklandi í borginni Konya. Leikurinn gæti skipt miklu máli fyrir Tyrki sem eru í mikilli baráttu við Holland um 3. sætið í riðlinum sem gefur annað hvort sæti á EM eða í umspili um sæti í lokakeppninni. Tyrkir, sem eru í 3. sætinu fyrir tvo síðustu leikina, mæta Tékkum í fyrri leiknum á meðan Hollendingar sækja Kasakstan heim. Lars segir að íslenska liðið verði að leggja sig allt fram í leiknum við Tyrkland og sýna andstæðingnum virðingu. „Ef Tyrkland og Holland eru enn í baráttu um 3. sætið verðum við hafa háttvísi í huga í undirbúningi okkar og frammistöðu í þeim leik,“ sagði Lars og bætti við að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu eflaust mikinn áhuga á því hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira