Stjórnarherinn gerir gagnárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2015 12:30 Rússneskir hermenn undirbúa herþotu fyrir árásir. Vísir/EPA Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Rússnesk herskip í Kaspíahafi hafa skotið flugskeytum á stöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, segir að fjögur skip hafi skotið 26 flugskeytum á ellefu skotmörk og eytt þeim öllum. Embættismenn í Sýrlandi segja sýrlenska herinn hafa hafið gagnárás gegn uppreisnarmönnum. Enn þræta Rússar fyrir að loftárásir þeirra beinist gegn öðrum en Íslamska ríkinu, en mannréttindasamtök segja barist í Hama og Idlib héruðum Sýrlands. Þar stjórna aðrir aðilar en ISIS. Sókn hersins er studd af írönskum sérsveitum, loftárásum Rússa og meðlimum Hezbollah.Hér má sjá hvar Rússar hafa veirð að gera loftárásir síðustu daga. Flestar þeirra hafa verið í Idlib héraði þar sem harðir geisa nú.Vísir/GraphicNewsMeðlimir Free Syrian Army hafa nú birt myndir af rússneskum skriðdreka í ljósum logum og segja hana hafa verið tekna nú í morgun. Putin sagði fyrr í dag að Francois Hollande, forseti Frakklands, hefði nýverið stungið upp á því að sýrlenski herinn og uppreisnarhópurinn Free Syrian Army mynduðu bandalag gegn hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og Nusra Front, sem er deild Al-Qaeda í Sýrlandi. Putin sagði að þar sem Free Syrian Army eigi að vera í forsvari fyrir það sem kallað hefur verið „hófsamir uppreisnarmenn“ gæti slíkt samstarf skapað góðan grundvöll fyrir pólitíska lausn á borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.Uppfært: 13:30 Aðstoðarmaður Hollande segir að forsetinn hafi ekki stungið upp á bandalagi FSA og sýrlenska hersins.Reuters fréttaveitan segir frá því að upphaf þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi megi rekja til fundar hershöfðingja frá Íran með Rússum í maí. Þar sýndi Qassem Soleimani hve uppreisnarhópar hefðu sótt fram gegn sýrlenska hernum og hvernig inngrip Rússa gæti breytt stöðunni. Þrátt fyrir stuðning Rússa og Íran frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum, heldur sýrlenski herinn nú eingöngu um fimmtungi af landinu. Nú hafa borist fregnir af því að hundruð sérsveitarmanna frá Íran muni taka þátt í gagnsókn sýrlenska hersins, auk um 3.000 meðlima Hezbollah samtakanna frá Líbanon.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira