Opnið búin Elín Hirst skrifar 8. október 2015 07:00 Það er ekki ofmælt að almenningur er í hálfgerðu áfalli eftir að upp komst um það að þær aðstæður sem svín búa við voru í í alltof mörgum tilfellum alls ekki í lagi samkvæmt úttekt Matvælastofnunar. Nú er staðan sú að margir neytendur muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa umrætt kjöt. Það er alveg ljóst að verksmiðjubúskapur, þannig að dýrin þurfi að líða þjáningar, í þeim tilgangi að ná niður verði til neytenda, verður aldrei ásættanlegur. Innlend svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla er hins vegar afar mikilvæg fyrir fæðuframboð á Íslandi. Ljóst er að hjá íslenskum bændum er að finna meiri hreinleika í afurðum en þekkist í innfluttu kjöti vegna þess hve lítið er notað af lyfjum og strangar reglur gilda um að farga skuli sýktu kjöti. Í þessu sambandi er talað um að á Íslandi sé notaður einn fúkkalyfjaskammtur á móti 20 í flestum samkeppnislöndum okkar. Slíkri sýklalyfjanotkun fylgir gríðarleg hætta á að fleiri fúkkalyf verði ónothæf gegn hættulegum sjúkdómum, en sýklalyfjaónæmi verður stöðugt alvarlegra vandamál innan læknisfræðinnar. Ég spái því að í kjölfar þessara tíðinda muni koma fram skýr krafa frá neytendum um að þeir vilji að það kjöt sem þeir kaupa sé vottað með þeim hætti að það sé framleitt við skilyrði sem samræmast lögum um dýravelferð. Einnig er afar mikilvægt að neytendur geti á umbúðum vöru séð hvaðan kjötið kemur sem notað er í álegg, pylsur og fleira. Er um að ræða innlent eða erlent kjöt og kemur kjötið frá búum sem hlotið hafa gæðavottun um dýravelferð? Mig langar að biðja þá sem að þessum rekstri standa að nota nú tækifærið og snúa stöðunni við, snúa sókn í vörn. Á fjölda svína- og kjúklingabúa eru hlutirnir í ágætu lagi og það er sárt að búskussarnir skuli draga alla niður í greininni. Því hvet ég svína- og kjúklingabændur til að opna bú sín, bjóða almenningi í heimsókn og útskýra hvernig aðbúnaður dýranna er og ræða opinskátt hvað megi betur fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það er ekki ofmælt að almenningur er í hálfgerðu áfalli eftir að upp komst um það að þær aðstæður sem svín búa við voru í í alltof mörgum tilfellum alls ekki í lagi samkvæmt úttekt Matvælastofnunar. Nú er staðan sú að margir neytendur muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa umrætt kjöt. Það er alveg ljóst að verksmiðjubúskapur, þannig að dýrin þurfi að líða þjáningar, í þeim tilgangi að ná niður verði til neytenda, verður aldrei ásættanlegur. Innlend svínakjöts- og kjúklingaframleiðsla er hins vegar afar mikilvæg fyrir fæðuframboð á Íslandi. Ljóst er að hjá íslenskum bændum er að finna meiri hreinleika í afurðum en þekkist í innfluttu kjöti vegna þess hve lítið er notað af lyfjum og strangar reglur gilda um að farga skuli sýktu kjöti. Í þessu sambandi er talað um að á Íslandi sé notaður einn fúkkalyfjaskammtur á móti 20 í flestum samkeppnislöndum okkar. Slíkri sýklalyfjanotkun fylgir gríðarleg hætta á að fleiri fúkkalyf verði ónothæf gegn hættulegum sjúkdómum, en sýklalyfjaónæmi verður stöðugt alvarlegra vandamál innan læknisfræðinnar. Ég spái því að í kjölfar þessara tíðinda muni koma fram skýr krafa frá neytendum um að þeir vilji að það kjöt sem þeir kaupa sé vottað með þeim hætti að það sé framleitt við skilyrði sem samræmast lögum um dýravelferð. Einnig er afar mikilvægt að neytendur geti á umbúðum vöru séð hvaðan kjötið kemur sem notað er í álegg, pylsur og fleira. Er um að ræða innlent eða erlent kjöt og kemur kjötið frá búum sem hlotið hafa gæðavottun um dýravelferð? Mig langar að biðja þá sem að þessum rekstri standa að nota nú tækifærið og snúa stöðunni við, snúa sókn í vörn. Á fjölda svína- og kjúklingabúa eru hlutirnir í ágætu lagi og það er sárt að búskussarnir skuli draga alla niður í greininni. Því hvet ég svína- og kjúklingabændur til að opna bú sín, bjóða almenningi í heimsókn og útskýra hvernig aðbúnaður dýranna er og ræða opinskátt hvað megi betur fara.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar