Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:30 Kyle Lafferty og félagar í norður-írska landsliðinu komast á EM í fyrsta sinn með sigri í kvöld. Vísir/Getty Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ísland er ein af fimm þjóðum sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar en úrslitin ráðast í öllum hinum riðlinum á næstu sex dögum. Gestgjafar Frakka verða að sjálfsögðu með næsta sumar en England, Tékkland, Ísland og Austurríki eru líka komin með farseðilinn í hendurnar. Það er keppt í þremur riðlum í kvöld, D-riðli, F-riðli og I-riðli en sá síðastnefndi sker sig nokkuð úr því hann er eini fimm liða riðillinn. Danir spila sem dæmi sinn síðasta leik í kvöld.Þýskaland og Pólland geta bæði tryggt sér sæti á EM í kvöld en þau eru í D-riðlinum og í baráttu við Íra um tvö efstu sæti riðilsins. Þjóðverjum nægir jafntefli á útivelli á móti Írum en Pólverjar verða að vinna sinn leik á móti Skotum og treysta á það að Írar vinni ekki Þjóðverja. Skotar eiga aðeins möguleika á því að ná þriðja sætinu og komast í umspil.Stig þjóða í D-riðlinum: Þýskaland 19 Pólland 17 Írland 15 Skotland 11 Georgía 6 Gíbraltar 0Leikir kvöldsins í D-riðlinum: Georgía-Gíbraltar, Írland-Þýskaland, Skotland-Pólland.Norður-Írland og Rúmenía geta bæði tryggt sér sætin tvö sem eru í boði í F-riðlinum. Norður-Írum vantar aðeins tvö stig í viðbót og komast á EM í fyrsta sinn með sigri á Grikkjum í kvöld. Rúmenar þurfa bara að treysta á sjálfan sig í tveimur síðustu leikjunum en vinni þeir Finnar í kvöld á sama tíma og Ungverjar tapa stigum á móti Færeyjum þá verða þeir komnir með EM-farseðilinn í hendurnar. Ungverjar eiga eftir tvö neðstu lið riðilsins og eru líka með betri innbyrðisstöðu á móti Rúmenum. Það nægir því að jafna Rúmena að stigum sem setur smá spennu inn í lokaumferðirnar.Stig þjóða í F-riðlinum: Norður-Írland 17 Rúmenía 16 Ungverjaland 13 Finnland 10 Færeyjar 6 Grikkland 3Leikir kvöldsins í F-riðlinum: Ungverjaland-Færeyjar, Norður-Írland-Grikkland, Rúmenía-Finnland.Portúgal, Danmörk og Albanía eiga öll þrjú möguleika á því að tryggja sér tvö efstu sætin í I-riðli í kvöld en aðeins fimm lið eru í riðlinum sem þýðir að Danir spila lokaleik sinn í undankeppninni þegar þeir heimsækja Portúgala í dag. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu nægir stig á heimavelli á móti Dönum í kvöld og fá síðan einnig annan möguleika gegn Serbíu í lokaleiknum. Danir tryggja sér EM-sætið vinni þeir í Portúgal á sama tíma og Albanir tapa á móti Serbíu. Vinni Albanía sinn leik á móti Serbíu þá tryggja þér sér sæti á EM svo framarlega sem Danir vinni ekki í Portúgal. Það bendir því margt til þess að Danir endi í umspilinu en þeir lifa enn í voninni.Stig þjóða í I-riðlinum: Portúgal 15 Danmörk 12 (bara 1 leikur eftir) Albanía 11 Armenía 2 (bara 1 leikur eftir) Serbía 1Leikir kvöldsins í I-riðlinum: Albanía-Serbía, Portúgal-Danmörk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira