Ekkert gengur hjá Colts í upphafi tímabilsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 09:30 Andrew Luck er hér rifinn niður af varnarmanni New York Jets. Vísir/Getty Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles. NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira
Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles.
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira
Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30
Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30
Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30