Þegar listin horfir á alheiminn Magnús Guðmundsson skrifar 24. september 2015 11:30 Aldís Arnardóttir er annar sýningarstjóra á sýningunni Heimurinn án okkar í Hafnarborg. Visir/Anton „Sólin og tunglið eru heimurinn okkar, þú og ég erum ekki lengur til, aðeins eilífðin og leið okkar til stjarnanna.“ Þessi tilvitnun í Johannes Molzahn er sótt í Das Manifest des absoluten Expressionismus sem birtist í Der Sturm árið 1919. Í dag myndar hún kjarnann í haustsýningunni í Hafnarborg undir yfirskriftinni Heimurinn án okkar. Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir leituðu meðal annars í hugmyndasmiðju Molzhans þegar þær komu fram með tillögu að haustsýningunni fyrir um ári. Aldís segir að grunnstef sýningarinnar sé hvernig íslenskir listamenn horfi á alheiminn á ólíkum tímum. „Við erum með bæði núlifandi og látna listamenn. Á sýningunni eru verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Finn Jónsson, Gerði Helgadóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að vinna með þessar hugmyndir í verkunum á sýningunni en nálgast þær á ólíkan hátt í mismunandi miðlum. Í verkum þessara listamanna er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins, hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi, míkró eða makró. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Við byrjum eiginlega með Finn sem upphafspunkt og tengsl hans við Der Sturm og framúrstefnuhreyfingar þannig að við byrjum með abstraktverk sem heitir Óður til mánans og er frá 1925. Það sýndi Finnur einmitt með Der Sturm-hreyfingunni í Þýskalandi. Þetta þema kemur svo reglulega upp í verkum íslenskra listamanna þó svo að þeir séu að nálgast viðfangsefnið með ólíkum hætti. Verkin á sýningunni tengjast öll hugmyndafræðilega og sjónrænt og vissulega hefðum við getað tekið miklu fleiri listamenn inn. En það er kannski ágætt að það komi fram að við erum að velja verk sem tengjast sýningarhugmyndinni en auðvitað eru viðkomandi ekki alltaf að vinna í þessu konsepti en við tínum til það sem fellur innan þessa ramma.“ Aldís bendir á að í kvöld verði haldið sérstakt málþing þar sem þær fá til liðs við sig menn með ólíkan bakgrunn í fræðasamfélaginu til þess að ræða sýningarhugmyndina og nálgast hana frá ólíkum sjónarhornum. „Benedikt Hjartarson er búinn að vera að rannsaka Finn Jónsson mjög mikið og kemur með nýja og spennandi sýn á hann og þá einkum abstraktverkin þegar Finnur var í Þýskalandi. Sævar Helgi Bragason er verkefnisstjóri Vísindamiðlunar og fleira og hann kemur með þessi fyrirbæri úr alheiminum sem fyrirmyndir að eða innblástur að verkunum. Gunnar J. Árnason listheimspekingur ætlar að fjalla um kristalla og margflötunga í myndlist undir titlinum Um tilfinningalegt ójafnvægi kristalla. Þannig að þetta verður fjölbreytt og örugglega alveg bráðskemmtilegt. Málþingið verður í kvöld klukkan átta, er öllum opið og um að gera fyrir alla sem vilja setja sig aðeins inn í efni sýningarinnar að mæta og sjá hvernig þetta tengist ólíkum fræðigreinum á skemmtilegan hátt.“ Myndlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
„Sólin og tunglið eru heimurinn okkar, þú og ég erum ekki lengur til, aðeins eilífðin og leið okkar til stjarnanna.“ Þessi tilvitnun í Johannes Molzahn er sótt í Das Manifest des absoluten Expressionismus sem birtist í Der Sturm árið 1919. Í dag myndar hún kjarnann í haustsýningunni í Hafnarborg undir yfirskriftinni Heimurinn án okkar. Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir leituðu meðal annars í hugmyndasmiðju Molzhans þegar þær komu fram með tillögu að haustsýningunni fyrir um ári. Aldís segir að grunnstef sýningarinnar sé hvernig íslenskir listamenn horfi á alheiminn á ólíkum tímum. „Við erum með bæði núlifandi og látna listamenn. Á sýningunni eru verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Finn Jónsson, Gerði Helgadóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að vinna með þessar hugmyndir í verkunum á sýningunni en nálgast þær á ólíkan hátt í mismunandi miðlum. Í verkum þessara listamanna er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins, hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi, míkró eða makró. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Við byrjum eiginlega með Finn sem upphafspunkt og tengsl hans við Der Sturm og framúrstefnuhreyfingar þannig að við byrjum með abstraktverk sem heitir Óður til mánans og er frá 1925. Það sýndi Finnur einmitt með Der Sturm-hreyfingunni í Þýskalandi. Þetta þema kemur svo reglulega upp í verkum íslenskra listamanna þó svo að þeir séu að nálgast viðfangsefnið með ólíkum hætti. Verkin á sýningunni tengjast öll hugmyndafræðilega og sjónrænt og vissulega hefðum við getað tekið miklu fleiri listamenn inn. En það er kannski ágætt að það komi fram að við erum að velja verk sem tengjast sýningarhugmyndinni en auðvitað eru viðkomandi ekki alltaf að vinna í þessu konsepti en við tínum til það sem fellur innan þessa ramma.“ Aldís bendir á að í kvöld verði haldið sérstakt málþing þar sem þær fá til liðs við sig menn með ólíkan bakgrunn í fræðasamfélaginu til þess að ræða sýningarhugmyndina og nálgast hana frá ólíkum sjónarhornum. „Benedikt Hjartarson er búinn að vera að rannsaka Finn Jónsson mjög mikið og kemur með nýja og spennandi sýn á hann og þá einkum abstraktverkin þegar Finnur var í Þýskalandi. Sævar Helgi Bragason er verkefnisstjóri Vísindamiðlunar og fleira og hann kemur með þessi fyrirbæri úr alheiminum sem fyrirmyndir að eða innblástur að verkunum. Gunnar J. Árnason listheimspekingur ætlar að fjalla um kristalla og margflötunga í myndlist undir titlinum Um tilfinningalegt ójafnvægi kristalla. Þannig að þetta verður fjölbreytt og örugglega alveg bráðskemmtilegt. Málþingið verður í kvöld klukkan átta, er öllum opið og um að gera fyrir alla sem vilja setja sig aðeins inn í efni sýningarinnar að mæta og sjá hvernig þetta tengist ólíkum fræðigreinum á skemmtilegan hátt.“
Myndlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira