Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-25 | Valur tók Reykjavíkurslaginn Stefán Árni Pálsson í Framhúsinu skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira