Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík Una Sighvatsdóttir skrifar 24. september 2015 18:30 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013 og vonast nú eftir að fá hæli á Íslandi. Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“ Flóttamenn Hinsegin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“
Flóttamenn Hinsegin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent