Nefndarfundi líkt við rannsóknarrétt Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2015 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. vísir/vilhelm Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira