Sneri við um leið og ég sá brekku Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2015 10:30 Íslensku listamennirnir fyrir framan Quartair galleríið í Den Haag. Í dag opna 8 íslenskir myndlistarmenn sýninguna ,Reykjavík Stories í Quartair galleríinu í Den Haag í Hollandi. Sýningarstjóri er Tim Junge og hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi verkefnisins. Finnur Arnar er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni og hann segir að Quartair galleríið eigi talsverða sögu af því að vinna með Íslendingum. „Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru auk mín Jón Óskar, Hulda Hákon, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk okkar allra á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti Reykjavík. Höfuðborg sem við þekkjum og upplifum hvert með sínum hætti og höfum kynnst misvel og lengi. Það er mikil hefð fyrir samstarfi á milli landanna í myndlist enda hafa gríðarlega margir íslenskir myndlistarmenn stundað nám í Hollandi og fundið sig vel. Ekki eru það fjöllin sem toga okkur hingað því ég hef nú ekki séð nema eina brekku hérna í borginni enn sem komið er. Að sjálfsögðu sneri ég snarlega við og fann mér aðra leið að mínum áfangastað,“ segir Finnur og hlær. Finnur bætir við að það séu líka ákveðin hugmyndafræðileg tengsl á milli Quartair gallerísins og Nýló en bæði eru þessi gallerí í raun listamannarekin. Þar sem Tim Junge býr heima á Íslandi og hefur þar verið maðurinn á bak við art 365 og þekkir einnig vel til Nýló fannst honum tilvalið að efla samstarfið þarna á milli. Verkin á sýningunni eru í raun jafn ólík og listamennirnir eru margir; það eru þarna myndbandsverk, ljósmyndir, málverk, skúlptúrar og Sindri Leifsson ætlar að performera við opnunina.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Finnur bendir á að þau hafi fengið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að standa straum af kostnaði við útgáfuna. „Við erum ákaflega þakklát fyrir stuðninginn og vonum að það geti orðið framhald á samstarfinu. En nú er allt tilbúið og við að fara á listviðburð á ströndinni og hér er enn sumar og sól. Það verða s.s. léttklæddir listamenn á ströndinni – það er eitthvað.“ Myndlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í dag opna 8 íslenskir myndlistarmenn sýninguna ,Reykjavík Stories í Quartair galleríinu í Den Haag í Hollandi. Sýningarstjóri er Tim Junge og hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi verkefnisins. Finnur Arnar er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni og hann segir að Quartair galleríið eigi talsverða sögu af því að vinna með Íslendingum. „Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru auk mín Jón Óskar, Hulda Hákon, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk okkar allra á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti Reykjavík. Höfuðborg sem við þekkjum og upplifum hvert með sínum hætti og höfum kynnst misvel og lengi. Það er mikil hefð fyrir samstarfi á milli landanna í myndlist enda hafa gríðarlega margir íslenskir myndlistarmenn stundað nám í Hollandi og fundið sig vel. Ekki eru það fjöllin sem toga okkur hingað því ég hef nú ekki séð nema eina brekku hérna í borginni enn sem komið er. Að sjálfsögðu sneri ég snarlega við og fann mér aðra leið að mínum áfangastað,“ segir Finnur og hlær. Finnur bætir við að það séu líka ákveðin hugmyndafræðileg tengsl á milli Quartair gallerísins og Nýló en bæði eru þessi gallerí í raun listamannarekin. Þar sem Tim Junge býr heima á Íslandi og hefur þar verið maðurinn á bak við art 365 og þekkir einnig vel til Nýló fannst honum tilvalið að efla samstarfið þarna á milli. Verkin á sýningunni eru í raun jafn ólík og listamennirnir eru margir; það eru þarna myndbandsverk, ljósmyndir, málverk, skúlptúrar og Sindri Leifsson ætlar að performera við opnunina.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Finnur bendir á að þau hafi fengið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að standa straum af kostnaði við útgáfuna. „Við erum ákaflega þakklát fyrir stuðninginn og vonum að það geti orðið framhald á samstarfinu. En nú er allt tilbúið og við að fara á listviðburð á ströndinni og hér er enn sumar og sól. Það verða s.s. léttklæddir listamenn á ströndinni – það er eitthvað.“
Myndlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira