Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2015 07:00 Fólk kemur af baráttufundi í Háskólabíói Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent