Villuminni í Þjóðminjasafnssalnum Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2015 19:30 Málþingið er haldið í tengslum við ljósmyndasýninguna Blaðamaður með myndavél á Veggnum. Rauðsokkar minnast Vilborgar Harðardóttur, blaðamanns og frumkvöðuls í kvennahreyfingunni, með málþingi í sal Þjóðminjasafnsins á laugardaginn kemur, 3. október, kl. 13–15. Á málþinginu talar Steinunn Marteinsdóttir leirlistarmaður um vinkonuna Villu, og Hildur Hákonardóttir lýsir Vilborgu sem baráttufélaga í Rauðsokkahreyfingunni, en Hildur er m.a. höfundur bókarinnar Ég þori, get og vil, sem byggist á framlagi Vilborgar til kvennabaráttunnar og kvennaverkfallsins 1975. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, fjallar um konur og verkalýðsbaráttu, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, ræðir um konur og umhverfi: „Að komast til meðvitundar.“ Reykjavíkurdætur leika listir sínar, þar á meðal Þuríður Blær Jóhannsdóttir, dótturdóttir Vilborgar. Málþingsstjóri er Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og einn stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar. Málþingið er haldið í tengslum við ljósmyndasýninguna Blaðamaður með myndavél á Veggnum á jarðhæð Þjóðminjasafnshússins, en þar er sýnt úrval blaðaljósmynda Vilborgar frá sjöunda og áttunda áratugnum. Nú í haust eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Vilborgar (1935–2002). Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rauðsokkar minnast Vilborgar Harðardóttur, blaðamanns og frumkvöðuls í kvennahreyfingunni, með málþingi í sal Þjóðminjasafnsins á laugardaginn kemur, 3. október, kl. 13–15. Á málþinginu talar Steinunn Marteinsdóttir leirlistarmaður um vinkonuna Villu, og Hildur Hákonardóttir lýsir Vilborgu sem baráttufélaga í Rauðsokkahreyfingunni, en Hildur er m.a. höfundur bókarinnar Ég þori, get og vil, sem byggist á framlagi Vilborgar til kvennabaráttunnar og kvennaverkfallsins 1975. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, fjallar um konur og verkalýðsbaráttu, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, ræðir um konur og umhverfi: „Að komast til meðvitundar.“ Reykjavíkurdætur leika listir sínar, þar á meðal Þuríður Blær Jóhannsdóttir, dótturdóttir Vilborgar. Málþingsstjóri er Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og einn stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar. Málþingið er haldið í tengslum við ljósmyndasýninguna Blaðamaður með myndavél á Veggnum á jarðhæð Þjóðminjasafnshússins, en þar er sýnt úrval blaðaljósmynda Vilborgar frá sjöunda og áttunda áratugnum. Nú í haust eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Vilborgar (1935–2002).
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira