Blikkið strákar, blikkið Ellert B. Schram skrifar 10. september 2015 09:30 Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun