Vörugjöld á bílaleigur orsaka keðjuverkun Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2015 09:45 Bílaleigur munu draga saman seglin í kaupum á nýjum bílum á næsta ári nái fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. vísir/gva Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að afnumin verði í tveimur skrefum sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning. Er þetta hluti lagabreytinga sem munu fylgja fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar. Ljóst þykir að þetta muni hafa mikil áhrif á kaup bílaleiga á nýjum bílum á næstu árum að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Bílaleigu Akureyrar. Bílaleigur hafa keypt helming allra nýrra bíla hér á landi frá hruni.Steingrímur Birgisson„Ég er gáttaður á framgöngu fjármálaráðherra í þessu máli. Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur vegna þessara breytinga til að reyna að meta hvaða áhrif þetta mun hafa á kaup bílaleiga á nýjum bílum í framtíðinni,“ segir Steingrímur. „Það er alveg ljóst að með þessum breytingum munum við draga mjög úr kaupum á nýjum bifreiðum í flotann okkar sem mun hafa miklar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir okkur, bílasölur og ferðaþjónustuna í heild sem atvinnugrein.“ Bílaleiga Akureyrar er stærsta bílaleiga landsins og er á fjórða þúsund bifreiða í flota hennar. Steingrímur segir þessar breytingar verða til þess að flotinn verði ekki endurnýjaður eins hratt, hver bíll verði keyrður lengra sem veldur því að bílarnir verða ekki eins öruggir fyrir ferðamenn. „Þetta er ekki til þess að efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein sem er ört vaxandi á Íslandi í dag. Í raun má segja að fjöldi fyrirtækja muni eiga í erfiðleikum. Hér eru um 170 starfandi bílaleigur og með þessum breytingum er verið að sparka okkur á haf út.“Loftur ÁgústssonLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir mjög líklegt að boðaðar breytingar muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. BL selji mikið magn nýrra bíla til bílaleiga ár hvert. „Við þurfum auðvitað að reikna með þessu í okkar skipulagi og þetta mun vissulega hafa áhrif á okkur, það er engin spurning. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að meta það hversu mikið það verður. En við munum þurfa að taka með í reikninginn að sala til bílaleiga mun minnka við þessar breytingar,“ segir Loftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira