Vilhjálmur Bjarnason átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 15:40 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það. Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það.
Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira