Formaður Samfylkingarinnar vill vita hvað kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. september 2015 19:31 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnvöld skýri út fyrir Alþingi hvaða hagsmunir kalli á aukinn viðbúnað á Miðnesheiði. Hann segir sérkennilegt að Bandaríkjamenn fullyrði að Íslendingar biðji um aukna hernaðaraðstoð en Íslendingar segi að frumkvæðið komi frá Bandaríkjamönnum. Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom hingað til lands í vikunni en haft er eftir honum á vefsíðunni Defensenews að Íslendingar hafi áhyggjur vegna vaxandi umsvifa Rússa og hafi áhuga á aukinni varnarsamvinnu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 í gær að ekki væri verið að biðja bandaríska herinn að snúa aftur. Málið snerist um um aukið loftrýmiseftirlit en gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu. Þar eru útgjöld til varnarmála aukin um 200 milljónir.Vilja nýta aðstöðuna í Keflavík Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að það sé aukinn áhugi af beggja hálfu að nýta betur aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Eins og við höfum orðið vör við á norður-Atlantshafi og víðar í Evrópu er öryggisástandið að breytast. Það er ljóst að af hálfu Rússa hefur verið aukin uppbygging herafla og herstöðva á norðurslóðum og um alla norðanverða Evrópu verða menn í auknum mæli varir við ferðir rússneskra flugvéla og kafbáta og það gerir það að verkum að við þurfum að skoða okkar stöðu í því samhengi,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason segir hinsvegar að ekkert sé á borðinu um hvaða hættumat liggi þarna að baki. Það eigi að fara að leggja þjóðaröryggistefnu Íslands fyrir þingið og það sé skrítið að heyra um einhverjar óskir til Bandaríkjanna um aukinn viðbúnað á sama tíma án þess að neinn í stjórnarandstöðunni hafi heyrt minnst á það fyrr.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira