Börn á flótta – Hvað gerum við? Erna Reynisdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun