Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. september 2015 20:00 Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira