Breyttir tímar í samgöngum Dagur B. Eggertsson skrifar 16. september 2015 00:00 Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Samgönguvika hefst í dag og stendur fram á næsta þriðjudag. Markmið hennar er að hvetja fólk til að nota allskyns leiðir til að komast á milli staða. Við erum öll sammála um að það eigi að vera hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að ferðast milli staða í borginni. Þess vegna höfum við reynt að búa til betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og gangandi, styrkt almenningssamgöngur og hvatt til þess að fólk noti fjölbreyttar aðferðir til að komast til og frá. Það er betra fyrir hjólandi, gangandi, þá sem eru í strætó, en líka þá sem eru á bíl.Fjölbreyttar leiðir Næstu skref eru að fjölga hjólastígum og bæta merkingar með það að markmiði að miklu fleiri hjóli til og frá vinnu með hverju ári. Þegar kemur að strætó viljum við fjölga forgangsreinum og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sett stefnuna á afkastameiri almenningssamgöngur. Við höfum óskað eftir viðræðum við innanríkisráðherra um það. Niðurstaða verður hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins og við þekkjum úr sambærilegum borgum. Til skemmri tíma viljum við búa til þétt net forgangsreina og forgangsljósa fyrir strætó – til að þjónustan verði greiðfær og góð.Grænt eða grátt? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í samgöngumálum í heiminum. Sem betur fer. Það er snar og mikilvægur þáttur í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. Almenningssamgöngukerfi eru að eflast og hjólreiðar sömuleiðis en hvort tveggja er einn stærsti mælikvarðinn á gæði og samkeppnishæfni borga. Umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur eru ein okkar stærsta áskorun á næstu árum. Á sama tíma verðum við að bjóða upp á raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, í formi lestarkerfis eða hraðvagna, strætó og hágæða hjólastíga. Við opnum Samgönguviku formlega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem verður um leið lokað fyrir bílaumferð niður að Lækjargötu í nokkra klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á vef Reykjavíkurborgar en þar á að vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega Samgönguviku!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar