Þingmaður Pírata gagnrýnir samkomulag rétthafa og fjarskiptafyrirtækja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 12:23 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Íslenskir rétthafar í samstarfi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa náð samkomulagi um framkvæmd og túlkun lögbanns þar sem lokað verður á síður sem gera út á ólöglega dreifingu á afþreyingarefni á netinu. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir samkomulagið og segir farið framhjá dómstólum við lokun þessara vefsíðna. „Mér lýst náttúrulega bara mjög illa á þetta. Þetta er bara ritskoðun og þarna á sér stað það sem heitir „public-private partnership“ á ensku þar sem einkafyrirtæki, sem sagt rétthafar, eru að gera með sér samning um eitthvað sem dómstólar og lögregluvaldið, eða framkvæmdavaldið, á að vera að sinna,“ segir hún. Lögbannið sem samkomulagið byggir á var sett í Hæstarétti þann 14. október í fyrra, en þá var aðgangi að síðunum Deildu.net og Pirate Bay lokað. „Þarna sýnist mér verið að nota dóm sem fordæmi fyrir því að það eigi að loka öðrum vefsíðum án þess að það fari fyrir dómara sérstaklega út af því að þær hafa einhverja meinta starfsemi, eins og að deila höfundarréttarvörðu efni,“ segir hún. Ásta bendir á að deilisíður séu í raun ekkert annað en leitarvélar og að niðurstöðurnar leiði fólk ekki bara að höfundaréttarvörðu efni. „Þarna er verið að auðvelda fólki að leita, þetta er svona svipað og Google og Yahoo, þannig að af hverju ekki bara að fara alla leið og loka bara öllum leitarsíðum?“ spyr hún. Ásta segist ekki eiga von á öðru en að málið komið til umræðu á Alþingi. „Þetta er náttúrulega bara algjörlega ótækt, í raun og veru, að þarna sé verið að taka fram fyrir hendur dómsvaldsins á Íslandsi. Og það hefur bara sýnt sig – og ítrekað – að það að loka svona síðum eins og er verið að gera þarna virkar ekki. Þarna er ekki verið að taka niður það efni sem er verið að deila, sem er brotið, heldur er verið að búa til svona grunnan vegg sem auðvelt er að fara framhjá,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00