Taílenskir kadettar þurftu að brjóta snjallsíma sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 13:48 Hægt var að dæma alla símana ónothæfa eftir að þeir urðu múrsteinunum að bráð. myndir/úr myndbandinu Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Þegar yfirmenn í taílenska hernum sögðu að símar væru bannaðir í herskólanum þá meintu þeir hvert einasta orð. Þessu fengu kadettar landsins að kynnast fyrir skemmstu er þeir voru þvingaðir til að brjóta snjallsíma sína. Fjallað er um málið af AP. Myndband af atvikinu fór á flug á þarlendum samfélagsmiðlum áður en það rataði á Facebook og YouTube. Myndbandið er titlað „Hermenn verða að afbera ýmislegt“ og sýnir nokkra kadetta brjóta glænýja síma frá Samsung og Apple. Á meðan stendur yfirmaður þeirra yfir þeim og stráir salti í sárin með að kalla að símarnir hafi flestir verið dýrir og séu nýir. Myndbandið hefur vakið upp talsverð viðbrögð í heimalandinu en flestir vilja meina að refsingin sé ekki í nokkru samræmi við glæpinn. Flestir voru sammála um að hæfilegt hefði verið að svipta þá vörslu síma sinna og skila þeim að skóla loknum. Aðrir grínast með að þetta sé nokkurs konar líkamleg pynting en Taílendingar eru einn stærsti notendahópur snjallsíma og hefur ítrekað verið í efsta sæti yfir þá staði heimsins sem oftast hafa verið „Instagrammaðir“. Fjölmiðlar í Taílandi hafa bent á að snjallsímabannið sé tímaskekkja. Rétt væri að nýta tæknina til að læra. Bannið sýni svart á hvítu hve langt frá samtímanum herinn sé kominn. Í yfirlýsingu frá taílenska sjóhernum kemur fram að refsingin hafi ekki verið fyrirskipuð af yfirmönnum skólans heldur. Heiðursmannasamkomulag hafi verið milli nemenda og kennara á þann veg að þeir sem yrðu uppvísir að broti myndu sjálfviljugir brjóta síma sína. „Þetta heiðursmannasamkomulag var ekki runnið undan rifjum stjórnenda og hefur nú verið þvertekið fyrir að atburðir sem þessi gerist á ný,“ segir í yfirlýsingunni.
Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira