Viðburðinum "Kæra Eygló“ lokið: „Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. september 2015 22:34 Bryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar. Vísir Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar. Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir batt enda á viðburðinn Kæra Eygló klukkan átta í kvöld. Hún segir árangurinn sýnilegan og telur að tilganginum hafi verið náð. Næstu skref eru að vinna úr upplýsingunum sem fram komu á viðburðinum. „Upphaflega hugmyndin var að gefa fólki tækifæri á að leggja til hugmyndir um hvernig við getum hjálpað flóttamönnum frá Sýrlandi og sýnt fram á að fólk hér á landi hafi vilja og getu til að gera betur, aðstoða meira og bregðast hraðar við en gert hefur verið,“ skrifaði Bryndís. Sautján þúsund manns voru skráðir á viðburðinn og tilboðin létu ekki á sér standa. Íslendingar lýstu því hver af öðrum yfir að þeir væru tilbúnir til að taka á móti manneskju eða styðja við hana með einhverjum hætti.Myndin sýnir flóttamenn brjóta sér leið til Tyrklands.vísir/afpMiðjarðarhafið ekki kastalasíki fyrir aðra að drukkna í „Ykkar framlög hafa haft ótrúleg áhrif og er árangurinn þegar orðinn raunverulegur og sýnilegur: Margir hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar hjá Rauða Krossinum, umræðan um mikilvægi þess að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi hefur aukist í fjölmiðlum og ríkisstjórnin hefur fundið fyrir þrýstingnum,“ skrifaði Bryndís. „Við munum á næstunni vinna myndband upp úr ferlinu og upplýsingunum, fréttunum og viðbrögðunum. Eygló fær aðgang að bréfunum, sem sýna eindreginn vilja margra til að gera betur og geyma einnig gagnlegar hugmyndir um móttöku flóttafólks. Klukkan 20:00 í kvöld lýkur viðburðinum og eftir það minnkar virkni þessarar síðu. Hins vegar mun baráttunni alls ekki ljúka og þrýstingnum ekki linna fyrr en við fáum skýrari svör frá yfirvöldum um hversu margir koma og hvenær.“ Hún segir baráttuna halda áfram og segir það miður en jafnframt frábært því að hún skilar árangri. „Að lokum: Miðjarðarhafið er ekki kastalasíki fyrir aðra til að drukkna í. Við hefðum getað bjargað fólki frá því að fara á ofhlöðnum tuðrum yfir hafið, en við erum kannski of hrædd og sjálfhverf. Hrædd við hvað? Fréttamyndirnar tala sínu máli: Börn. Og annað fólk. Fólk með börn. Kærar þakkir, allir sem hafa tekið þátt og þessir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem hafa haldið utan um síðuna, barist við rasista, komið með hugmyndir, þýtt og farið í viðtöl. Í raunvísindum segir að 1 + 1 + 1 séu þrír en þegar litið er til samfélagsmiðla og samtakamáttarins þá verða stundum 1 + 1 + 1 = 16.000. Lifi samtakamátturinn, friður og samkennd.“Hér má sjá færslu Bryndísar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32 Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45 Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ætla að ganga til Austurríkis Hundruð flóttamanna komust hjá lokun lögreglu í Ungverjalandi og ætla sér nú að ganga til Austurríkis. 4. september 2015 14:32
Níu af hverjum tíu landsmönnum vilja taka á móti flóttamönnum Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar vilja taka á móti flestum flóttamönnum en stuðningsmenn Framsóknar fæstum. 4. september 2015 12:45
Vilja bindandi kvóta fyrir flóttamenn Forseti leiðtogaráðs ESB hvetur Evrópuríki til að taka við 100.000 flóttamönnum. Viktor Orban, forseti Ungverjalands, segir flóttamannavandann vera vanda Þýskalands. Erdogan, forseti Tyrklands, segir að flóttamannavandinn sé á ábyrgð ves 4. september 2015 07:00