Einkunnir íslenska liðsins: Aron Einar bestur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. september 2015 20:42 Úr leiknum í kvöld Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins að mati Vísis í 0-0 jafntefli gegn Kasakstan í kvöld. Jafnteflið gulltryggir sæti Íslands á EM næsta sumar. Það var vitað fyrir leik að jafntefli myndi duga liðinu til þess að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. Það var augljóst á strákunum að það væri mikið undir í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta. Íslenska liðið stýrði leiknum þrátt fyrir að skapa sér færi og tókst gestunum úr Kasakstan ekkert að skapa sér færi. Einkunnir Vísis má sjá hér fyrir neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera í öllum leiknum. Varði úr einu góðu færi en smá vandræði með spyrnur framan af.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Ekkert sérstakur í fyrri hálfleik. Betri í þeim síðari en studdi ekki nógu vel við sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Sterkur í loftinu að vanda en tók nokkrar skrítnar ákvarðanir í fyrri hálfleik og átti í basli með sendingar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Nokkuð traustur í heildina en var stundum í veseni undir pressu. Sendingar ekki jafn góðar og vanalega.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Öflugur í varnarleiknum og tók virkan þátt í sókninni. Átti nokkrar góðar fyrirgjafir og bjó stundum til eitthvað úr engu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mjög líflegur á hægri kantinum. Ógnaði sífellt en fyrirgjafirnar með hægri ekki nógu góðar. Datt svolítið út úr leiknum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8, maður leiksins Frábær á miðjunni og teymdi liðið í gegnum stress-kaflann í fyrri hálfleik. Batt liðið saman. Var rekinn af velli á 89. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hefur verið meira áberandi í sóknarleiknum en sýndi á köflum hversu megnugur hann er. Kom stundum full aftarlega á völlinn til að ná í boltann í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7Lítið í spilinu í fyrri. Betri í þeim síðari og fiskaði aukaspyrnur með flottum tilþrifum á hættulegum stöðum.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mun líkari sjálfum sér en í Hollandi. Vann endalaust af boltum með baráttu en brenndi af úr dauðafæri.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann mikið af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Var stundum ekki í miklum takti við sóknarleikinn.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson- (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 84. mínútu) Komst lítið í takt við leikinn en hann fékk aðeins fimm mínútur og Ísland lék manni færri síðustu mínúturnar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29