Á alþjóðadegi læsis Illugi Gunnarsson skrifar 8. september 2015 08:00 Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar