Eldvarnir í brennidepli á Skaganum Regína Ásvaldsdóttir og Garðar H. Guðjónsson skrifar 9. september 2015 10:00 Eldvarnir eru í brennidepli hjá Akraneskaupstað og starfsfólki hans um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk bæjarins nú fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá stofnunum bæjarins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og munu Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veita þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun. Í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst skýr yfirlýsing um að efla eldvarnir með reglulegu eftirliti og viðhaldi. Markmiðið er að auka öryggi starfsfólks, nemenda og viðskiptavina og draga úr líkum á tjóni á rekstri og eignum. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum er eitt af áhersluverkefnum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið hefur útbúið fræðsluefni um eldvarnir heimilisins og eigið eldvarnaeftirlit og er stuðst við það í samstarfinu við Akraneskaupstað. Rannsóknir Eldvarnabandalagsins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir í leiguhúsnæði eru almennt lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins er að efla sérstaklega eldvarnir hjá þeim sem búa í leiguhúsnæði. Það verður gert með hvatningu og fræðslu í tengslum við umsóknir um húsaleigubætur hjá Akraneskaupstað í byrjun næsta árs. Megináhersla er í því sambandi lögð á að hafa nægilega marga virka reykskynjara svo íbúar geti sem fyrst orðið varir við eld og gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf, heilsu og eignir. Eldvarnir hjá Akraneskaupstað verða ekki óaðfinnanlegar á einni nóttu. Við bindum hins vegar miklar vonir við að með réttu hugarfari og samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna Akraneskaupstaðar, Eldvarnabandalagsins og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar megi efla eldvarnir til muna á næstu mánuðum og misserum. Jafnframt væntum við þess að reynslan af samstarfinu á Skaganum geti nýst öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og í því skyni að auka vitund starfsmanna og annarra um mikilvægi eldvarna á heimilum og vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eldvarnir eru í brennidepli hjá Akraneskaupstað og starfsfólki hans um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um eflingu eldvarna fær allt starfsfólk bæjarins nú fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá stofnunum bæjarins. Þar gegna eldvarnafulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafulltrúa og munu Eldvarnabandalagið og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar veita þeim nauðsynlega fræðslu og þjálfun. Í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst skýr yfirlýsing um að efla eldvarnir með reglulegu eftirliti og viðhaldi. Markmiðið er að auka öryggi starfsfólks, nemenda og viðskiptavina og draga úr líkum á tjóni á rekstri og eignum. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum er eitt af áhersluverkefnum Eldvarnabandalagsins. Eldvarnabandalagið hefur útbúið fræðsluefni um eldvarnir heimilisins og eigið eldvarnaeftirlit og er stuðst við það í samstarfinu við Akraneskaupstað. Rannsóknir Eldvarnabandalagsins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eldvarnir í leiguhúsnæði eru almennt lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins er að efla sérstaklega eldvarnir hjá þeim sem búa í leiguhúsnæði. Það verður gert með hvatningu og fræðslu í tengslum við umsóknir um húsaleigubætur hjá Akraneskaupstað í byrjun næsta árs. Megináhersla er í því sambandi lögð á að hafa nægilega marga virka reykskynjara svo íbúar geti sem fyrst orðið varir við eld og gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf, heilsu og eignir. Eldvarnir hjá Akraneskaupstað verða ekki óaðfinnanlegar á einni nóttu. Við bindum hins vegar miklar vonir við að með réttu hugarfari og samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna Akraneskaupstaðar, Eldvarnabandalagsins og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar megi efla eldvarnir til muna á næstu mánuðum og misserum. Jafnframt væntum við þess að reynslan af samstarfinu á Skaganum geti nýst öðrum sveitarfélögum og fyrirtækjum við innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og í því skyni að auka vitund starfsmanna og annarra um mikilvægi eldvarna á heimilum og vinnustöðum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun