Hrunið í Kína: Hræðsla greip um sig á íslenskum markaði Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. ágúst 2015 20:37 Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað. Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag og er lækkunin rakin beint til hruns á hlutabréfamörkuðum í Kína. Þetta er mesta lækkun hlutabréfamarkaða í einu lagi frá efnahagshruninu haustið 2008. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar féll alls um 2,52% og hafði lækkað um meira en 3% þegar mest var.Sjá má fréttaskýringu Stöðvar 2 um málið í meðfylgjandi myndskeiði. Hlutabréfamarkaðir í Kína hafa lækkað mikið síðustu mánuði enda mikill órói verið í kínversku hagkerfi. Eins og þessi mynd sýnir (sjá myndskeið) hafa hlutabréfamarkaðir í Kína lækkað um rúmlega 20 prósent á einum mánuði en lækkunin nemur 40 prósentum frá því í júní. Þessi efnahagsórói hefur stigmagnast og í dag varð algjört hrun á hlutabréfamörkuðum í Kína og lækkunin nam 8,49 prósentum bara í dag. Ásgeir Jónssón dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að þarna sé á ferðinni „leiðrétting“ á verðbólu sem hafi verið á kínverskum hlutabréfamarkaði. Hrun á mörkuðum í Kina olli smitáhrifum á hlutabréfamörkuðum á vesturlöndum. Eurofirst300 vísitalan, samevrópsk hlutabréfavísitala, lækkaði um 5,44 prósent í dag en á tímabili nam lækkunin rúmlega 8 prósentum þótt markaðir hafi líttilega rétt úr kútnum fyrir lokun. Þá varð mikil lækkun vestanhafs eftir opnun markaða. Og áhrifin voru greinileg á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í raun má segja að það hafi verið rauður dagur í Kauphöll Íslands þótt hann hafi verið svartur erlendis. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,52 prósent. Þetta er mesta verðfall á íslenskum hlutabréfamarkaði frá 2010. Mesta lækkunin varð á bréfum Nýherja eða um 4,73 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 4,26 prósent og hlutabréf í Marel lækkuðu um 3,57 prósent. Ef skoðuð eru önnur félög þá lækkuðu bréf Eimskipa um 3,35 prósent, Icelandair um rúmlega tvö og hálft prósent og Haga um 1,89 prósent. Ingólfur Bender hjá greiningu Íslandsbanka segir að fjárfestar haldi að sér höndum vegna óvissunnar erlendis og margir villji innleysa hagnað á markaði áður en frekara verðfall eigi sér stað.
Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira