Glímukappi og rokkstjarna 27. ágúst 2015 11:30 Saga Sigurðardóttir bregður sér í ýmis karlmannleg hlutverk í sýningunni, hér er það rokkarinn sem á sviðið. Vísir/Ernir „Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“ Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég samdi Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur sem túlkar það hvernig ofurkarlmaðurinn birtist okkur í hreyfingum og af því Saga er frekar kvenleg myndast dálítið óskýr mörk milli þess hvað er kvenlegt og hvað karlmannlegt,“ segir Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur um verk sitt sem verður frumsýnt í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 22.15 og tilheyrir Lókal og Reykjavík Dansfestival. Katrín segir verkið í raun byggt upp á mismunandi myndum. „Við fengum lánaðar hreyfingar frá ýmsum karlmannlegum mönnum á YouTube og öðrum vídeóum og hópuðum saman hreyfingar frá bardagamönnum í eina mynd og rokkstjörnum í aðra, þannig flæðir verkið á milli.“ Katrín er ekki frá því að Saga sé orðin ákveðnari og beinskeyttari eftir að æfingar á verkinu hófust, þó hún sé langt frá því að vera vaxin eins og líkamsræktargaur. „Það er talið að ef konur setja sig í valdeflandi stellingar þá fylgi hugurinn með og sjálfstraustið aukist. Hreyfingarnar hafi sálræn áhrif, enda eru karlmannlegar stellingar oft tengdar við vald og styrk,“ útskýrir hún. Sjálf er Katrín menntaður hagfræðingur og segir andrúmsloftið í kringum það fag oft frekar karllægt, að minnsta kosti ef miðað sé við dansmenninguna því þar séu konur í meirihluta. Var það kannski þessi mismunur sem kveikti hugmyndina að dansverkinu Macho Man? „Ekki beinlínis. Mér fannst bara skemmtileg hugmynd að láta konu haga sér eins og karlmaður. Eftir á fór ég að tengja það reynslunni af því að sitja á fundum sem eina konan og þurfa að finna mér leið til að passa inn í þann heim. Ég held þó að það hafi komið svolítið á óvart að sú reynsla blandaðist þessu verki.“
Menning Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“