Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 09:57 Unnur Brá Konráðsdóttir. Vísir/Vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Óhætt er að segja að skilaboðin sem berist úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar aðgerða Rússa séu ólík. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í hópi þeirra þjóða sem beiti þvingunum. „Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu,” sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Umræða þurfi að fara fram hvað íslenska ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið. Óljóst sé hvert tjónið verði sem byggðir landsins og sjávarútvegurinn verði fyrir. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ólíklegt væri að stuðningur Íslands við þvinganirnar yrði afturkallaður. Að sögn hans ríkir einhuga stuðningur í ríkisstjórninni um viðskiptaþvinganir. Unnur Brá segir mikilvægt að ekki gleymist að það séu Rússar sem beiti Íslendinga þvingunum, ekki öfugt. „Gleymum því ekki að aðgerðir Vesturlanda beinast gegn fámennri elítu en aðgerðir Rússa skaða almenning,“ segir Unnur Brá. „Rússnesk stjórnvöld hafa það í sinni eigin hendi hvort eðlileg viðskipti geti haldið áfram. Þeir geta einfaldlega lyft viðskiptabanninu og látið af hermangi í Úkraínu.“Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. Ísland...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on Monday, August 17, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04 Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00 Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Sigurður Ingi fundar með sendiherra Rússlands Farið var yfir stöðuna sem uppi er í samskiptum ríkjanna, vegna ákvörðunar Rússa um að setja innflutningsbann á íslenska matvöru. 13. ágúst 2015 16:04
Þvinganir gætu komið Íslandi verst Rússland hefur sett viðskiptabann á Ísland. Stjórnvöld vinna í að finna út hversu víðtækt bannið er. Fjármálaráðherra útilokar ekki aðgerðir til stuðnings útflutningsfyrirtækjum og segir að það megi hafa efasemdir um það hvort viðskiptaþvinganir skili sér. 14. ágúst 2015 07:00
Vilja nýta góð samskipti Ólafs Ragnars og Putin Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi. 13. ágúst 2015 23:22