Þarf flugsæti fyrir sellóið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 10:45 "Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir Steiney. Vísir/Anton Brink Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Steiney Sigurðardóttir er að æfa á sellóið þegar ég hringi. Hún segir lífið ganga mikið út á að æfa. En hún uppsker eins og hún sáir því hún tók við verðlaunum úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen barnalæknis í Salnum í gær, vegna frábærs námsárangurs. Hún var bara fimm ára þegar hún byrjaði í Suzukiskólanum. „Ég var mjög óþolinmóð og fannst ómögulegt að mega bara halda á boganum og máta mig við sellóið í fyrsta tíma og fá ekkert að spila,“ segir Steiney sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er að flytja til Þýskalands að halda áfram sínu námi. „Ég ætla í einkatíma hjá góðum kennurum, skoða skóla, kynnast fólki, læra þýsku og reyna að koma mér eitthvað áfram í þessum heimi,“ segir hún. Hún kveðst einmitt hafa verið nýlent í Þýskalandi í sumar að kynna sér aðstæður þegar hún fékk símtal og frétti að hún fengi námsstyrk úr sjóði Halldórs Hansen barnalæknis. „Það er ómetanlegt að fá svona stuðning við að gera það sem mann langar að gera,“ segir hún. Steiney er dóttir Ólafíu Ásu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðings og Sigurðar Garðars Kristinssonar jarðfræðings og málarameistara. Hún segir alla fá tónlistaruppeldi í stórfjölskyldunni og spila og syngja þó hún sé sú eina sem ætli að leggja fyrir sig hljóðfæraleik. „Það er ekkert nema tónlistin sem kemur til greina hjá mér," segir hún glaðlega. Steiney ætlar með sellóið sitt til Þýskalands og þarf því að kaupa flugmiða á tvöföldu verði. „Ég panta alltaf sæti fyrir sellóið, treysti varla öðrum í fjölskyldunni til að halda á því, hvað þá einhverjum ókunnugum,“ segir hún.“ Gunnar Kvaran sellóleikari, fyrrverandi kennari Steineyjar valdi sellóið handa henni í Danmörku. Hún segir það afar gott, smíðað árið 1922 í Dresden. „Sellóið var ekki mjög dýrt miðað við hvað gömul hljóðfæri geta farið upp í," lýsir Steiney. „Það var svolítið lokað til að byrja með en nú eftir að ég hef spilað á það í tvö ár hefur það opnast og er orðið allt annað hljóðfæri." Auk Steineyjar hlaut Davíð Ólafsson barítón styrk úr styrktarsjóði Halldórs Hansen þetta árið, hann lauk prófi síðastliðið vor frá Söngskólanum í Reykjavík. Einnig styrkti sjóðurinn rannsóknarverkefni um tónlist Jóns Nordal. gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira