Arda Turan: Spenntastur að spila við hlið Iniesta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2015 19:30 Arda Turan var kynntur til leiks hjá Barcelona í dag. vísir/getty Arda Turan er spenntur fyrir því að spila við hlið Andrés Iniesta hjá Barcelona. „Ég hef alltaf sagt að Lionel Messi sé sá besti. En Iniesta er átrúnaðargoð mitt. Ég get ekki beðið eftir því að spila með honum,“ sagði Turan sem gekk í raðir Barcelona frá Atlético Madrid á dögunum. Turan segist ekki vera arftaki Xavi Hernández sem kvaddi Barcelona eftir síðasta tímabil eftir 24 ára dvöl hjá Katalóníuliðinu. „Það getur enginn komið í stað Xavi,“ sagði Turan sem er fyrirliði tyrkneska landsliðsins. „Ég er kominn hingað til að gera mitt allra besta en ég er ekki kominn til að fylla skarð Xavi. Hann er goðsögn í fótboltaheiminum og mun alltaf vera eins konar tákn fyrir Barcelona.“ Turan getur ekki byrjað að spila með Börsungum fyrr en á næsta ári vegna félagaskiptabannsins sem Barcelona var sett í. Hann segir það vissulega erfiða stöðu. „Það verður erfitt að spila enga leiki í sex mánuði. Ég vil bara aðlagast liðinu sem fyrst,“ sagði Turan sem varð Spánarmeistari með Atlético Madrid í fyrra. „Það gladdi mig hversu mikinn áhuga Luis Enrique (knattspyrnustjóri Barcelona) sýndi á að fá mig til liðsins. Ég mun gera allt til að endurgjalda það traust sem hann sýndi mér.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Turan keyptur til Barcelona Miðjumaðurinn sterki verður að bíða þar til í janúar til að fá að spila með félaginu. 6. júlí 2015 23:26 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Arda Turan er spenntur fyrir því að spila við hlið Andrés Iniesta hjá Barcelona. „Ég hef alltaf sagt að Lionel Messi sé sá besti. En Iniesta er átrúnaðargoð mitt. Ég get ekki beðið eftir því að spila með honum,“ sagði Turan sem gekk í raðir Barcelona frá Atlético Madrid á dögunum. Turan segist ekki vera arftaki Xavi Hernández sem kvaddi Barcelona eftir síðasta tímabil eftir 24 ára dvöl hjá Katalóníuliðinu. „Það getur enginn komið í stað Xavi,“ sagði Turan sem er fyrirliði tyrkneska landsliðsins. „Ég er kominn hingað til að gera mitt allra besta en ég er ekki kominn til að fylla skarð Xavi. Hann er goðsögn í fótboltaheiminum og mun alltaf vera eins konar tákn fyrir Barcelona.“ Turan getur ekki byrjað að spila með Börsungum fyrr en á næsta ári vegna félagaskiptabannsins sem Barcelona var sett í. Hann segir það vissulega erfiða stöðu. „Það verður erfitt að spila enga leiki í sex mánuði. Ég vil bara aðlagast liðinu sem fyrst,“ sagði Turan sem varð Spánarmeistari með Atlético Madrid í fyrra. „Það gladdi mig hversu mikinn áhuga Luis Enrique (knattspyrnustjóri Barcelona) sýndi á að fá mig til liðsins. Ég mun gera allt til að endurgjalda það traust sem hann sýndi mér.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Turan keyptur til Barcelona Miðjumaðurinn sterki verður að bíða þar til í janúar til að fá að spila með félaginu. 6. júlí 2015 23:26 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Turan keyptur til Barcelona Miðjumaðurinn sterki verður að bíða þar til í janúar til að fá að spila með félaginu. 6. júlí 2015 23:26