Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 15. júlí 2015 07:49 Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira